Styrkur afhentur

Styrkur afhentur

Kaupa Í körfu

STYRKTARFÉLAGI krabbameinssjúkra barna (SKB) var afhent ávísun að upphæð 2.476.500 kr. á styrktartónleikum í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar kom fram fjöldi tónlistarmanna og gáfu allir sem að tónleikunum komu vinnu sína. Þetta var í 8. sinn sem Einar Bárðarson skipulagði tónleika til styrktar SKB. Gunnar Ragnarsson, formaður SKB, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB, tóku við ávísuninni úr hendi Einars Björnssonar, eiganda EB-hljóðkerfa, sem ávallt hefur lánað tækin sín frítt til tónleikahaldsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar