Fiskbúðin Vör

Fiskbúðin Vör

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er einn annasamasti tími ársins. Fólk er sólgið í ferskmeti eftir allt kjötátið yfir hátíðirnar. Menn þrá að fá soðningu," segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, verslunarstjóri í Fiskbúðinni Vör að Höfðabakka. Aðspurður segir hann það reynslu sína til margra ára að eftirspurnin haldist mikil langt fram í janúarmánuð. Víðast hvar hefur verið fullt út úr dyrum í fiskbúðum landsins, enda finnst mörgum gott að hvíla sig á kjötneyslunni eftir jólin og fá sér eitthvað létt og hollt í maga. Eftir því sem blaðamaður kemst næst eru ýsa, lúða og lax vinsælasta fiskmetið nú um stundir, en flestir kjósa einfalda soðningu eftir kjötveislu jólanna. MYNDATEXTI: Fisk í soðið - Nóg var að gera í Fiskbúðinni Vör þegar ljósmyndari átti þar leið um. Þar stendur vaktina Eiríkur Auðunn Auðunsson verslunarstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar