Helga Mjöll

Sigurður Jónsson

Helga Mjöll

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Ég fer að vinna eftir áramótin og stefni svo á nám í Listaháskóla Íslands næsta haust," sagði Helga Mjöll Stefánsdóttir sem hlaut viðurkenningu skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir bestan heildarárangur, við brautskráningu frá skólanum 22. desember. Alls brautskráðust 74 nemendur, þar af 43 stúdentar. Helga Mjöll hyggur á nám í grafískri hönnun en hún hefur líka áhuga á listsköpun. "Ég hef áhuga á slíku, að hanna merki og fleira sem þessi grein býður upp á. Jú, jú, ég hef mjög gaman af að teikna og mála og sest stundum niður til að teikna og mála myndir af ýmsu tagi," sagði Helga Mjöll sem stundaði nám á listabraut með viðbótarnám til stúdentsprófs. Hollvinir skólans afhentu tveimur nemendum námsstyrk. Guðbjörg Arnardóttir flutti ávarp 10 ára stúdenta og afhenti skólanum gjöf frá þeim. Sigurður Gísli Guðjónsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta þar sem hann þakkaði skólanum fyrir hönd nemenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar