Förðun

Förðun

Kaupa Í körfu

Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood hefur sagt að fatnaður, hárgreiðsla og förðun gefi fólki óendanleg tækifæri til að draga það besta fram í fari sínu og persónuleika. Konur hafa á þessu sviði forskot á karlmenn og þær eiga að nýta sér það. Þetta forskot nefnist förðun og um áramótin geta öll fljóð beitt þeim töfrasprota og breytt sér í glitrandi glæsikvendi. Sóley Ástudóttir förðunarmeistari hjá Emm School of Make Up/Emm segir að konur eigi að gefa sér góðan tíma til þess að farða sig. "Fyrir hátíðleg tilefni eins og ball á gamlárskvöld eða nýársfagnaði þá er ekkert óeðlilegt að förðunin ein og sér taki rúma klukkustund. Konur eiga að setja góðan disk í geislaspilarann og dúlla við smáatriðin í förðuninni." MYNDATEXTI Augnförðunin er mött en varaliturinn gljáandi. Förðunin er skemmtilega dramatísk og hæfir vel áramótunum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar