Sænsk menningarverðlaun

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sænsk menningarverðlaun

Kaupa Í körfu

NJÖRÐUR P. Njarðvík hlaut menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins fyrir árið 2006. Verðlaunin eru veitt Nirði fyrir áratuga eftirbreytnisverð störf hans til að efla menningartengsl Svía og Íslendinga. Hann hefur m.a. verið mikilvirkur þýðandi sænskra og Finnlands-sænskra ljóða. Má í því sambandi minna á söfn ljóðaþýðinga eftir skáld eins og Tomas Tranströmer (Tré og himinn) og Verner Aspenström (Vindar hefja sig til flugs), sem og ljóðasöfn eftir Edith Södergran, Bo Carpelan og Lars Huldén, auk fjölda annarra sænskra bóka. MYNDATEXTI: Hátíðarstund - Við verðlaunaafhendinguna: Madeleine Ströje - Wilkens sendiherra frá Svíþjóð, Njörður P. Njarðvík verðlaunahafi og Sveinn Einarsson varaformaður sænsk-íslenska sjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar