Áramótabruni á Akranesi

Sigurður Elvar

Áramótabruni á Akranesi

Kaupa Í körfu

SLÖKKVILIÐ Akraness var kallað út til þess að slökkva eld í áramótabrennu í landi Kross í Hvalfjarðarsveit, rétt utan við Akranes, í gærmorgun. Eftir að vindátt breyttist um morguninn lagði mikinn reyk yfir Akraneskaupstað úr brennunni sem var gríðarstór og hafði logað í henni frá því á gamlárskvöld. Íbúar á Dvalarheimilinu Höfða og í næsta nágrenni urðu fyrir töluverðum óþægindum af brunalykt en töluverðan tíma tók að slökkva eldinn og voru menn við slökkvistörf fram á kvöld í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar