Fiskbúðin Hófgerði

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fiskbúðin Hófgerði

Kaupa Í körfu

"Góðan dag og gleðilegt ár. Nú ætla ég að fá þrjú kíló af ýsuflökum. Ég ætla að gefa strákunum ýsu í raspi í hádeginu," sagði Ágústa Einarsdóttir, sem rekur jarðvinnufyrirtæki og þarf að elda hádegismatinn fyrir starfsmennina á vinnudögum. Það er fiskur tvisvar í viku. "Þótt ég búi efst í Salahverfinu keyri ég eftir fiskinum alla leið hingað því hér fæ ég bæði ódýrasta fiskinn og bestu þjónustuna," sagði Ágústa í samtali við Daglegt líf, sem brá sér í heimsókn til feðganna í Fiskbúðinni í Hófgerði í Kópavogi í gærmorgun. Þeir Finnbogi Hannesson og synirnir Hannes og Helgi Mar voru í óða önn að undirbúa annasama daga, sem framundan eru, enda er janúar alltaf góður fiskneyslumánuður. MYNDATEXTI: Línuýsan - Fisksalinn Hannes Finnbogason flakar hér glænýja ýsu af línubátnum Gunnari afa sem er frá Ólafsvík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar