Tónlistarfólk í Hafnarborg

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tónlistarfólk í Hafnarborg

Kaupa Í körfu

Í HÁDEGINU í dag verða fyrstu tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar haldnir. Á tónleikunum koma fram þau Antonía Hevesi píanóleikari og Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend verk. "Dagskráin samanstendur af Ljúflingslögum eins og við köllum þau, sem eru íslensk sönglög sem Atli Heimir Sveinsson útsetti fyrir fiðlu og píanó," segir Hjörleifur. "Hann útsetti þetta fyrir um það bil fimmtán árum fyrir Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Selmu Guðmundsdóttur." Um er að ræða lög eftir Karl Ottó Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. MYNDATEXTI: Ljúf - Hjörleifur segir verkin á efnisskránni afslappandi en um leið ákaflega tilfinningarík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar