Ný flugvél hjá Erni

Ný flugvél hjá Erni

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAGIÐ Ernir hefur tekið í notkun skrúfuþotu sem tekur 19 farþega og verður hún einkum notuð við áætlunarflug til Hornafjarðar og Sauðárkróks. Vélin er bresk, af gerðinni Jetstream 32, 19 farþega skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði. Tveir eru í áhöfn. Flughraði vélarinnar er svipaður og hjá Fokker Friendship-flugvélum Flugfélags Íslands. MYNDATEXTI: Rennileg - Nýja vél Ernis tekur 19 farþega. Hún hefur lengst af verið í eigu Japan Airlines.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar