Þrettándinn

Alfons Finnsson

Þrettándinn

Kaupa Í körfu

Öllum þrettándabrennum var frestað á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu í gær vegna veðurs. Eftir fund fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjóna Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar var afráðið að fresta öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu en fundað verður að nýju klukkan 10 fyrir hádegi í dag og ákveðið um framhaldið. Samkvæmt veðurspá er búist við talsverðum vindi og éljum um vestanvert landið í dag og að það bæti í vind um kvöldið, einkum um landið norðanvert. Á Akureyri var þrettándagleðin haldin innanhúss. Ekki var þó öllum brennum aflýst, meðal annars voru haldnar brennur Egilsstöðum og eins og sjá má á myndinni létu Ólafsvíkingar ekki sunnanrok og rigningu á sig fá. Farið var í skrúðgöngu eftir Ólafsbrautinni og gengið inn fyrir Klif með álfadrottningu og -kóng í broddi fylkingar. Þar tóku liðsmenn slökkviliðsins við og tendruðu bál við mikinn fögnuð brennugesta. Björgunarsveitin sá svo um mikla flugeldasýningu sem gladdi augað og var talsverður hópur mann- og kynjavera samankominn þrátt fyrir rokið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar