Tvíhöfði

Sverrir Vilhelmsson

Tvíhöfði

Kaupa Í körfu

ÓHÆTT er að slá því föstu að útvarpsþátturinn Tvíhöfði, í umsjón þeirra Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, hafi verið einn sá allra vinsælasti í íslenskri útvarpssögu. Á stundum var hann alræmdur en þeir félagar víluðu hvergi fyrir sér að ganga fram af fólki með nýstárlegri dagskrárgerð; viðteknum hugmyndum þar að lútandi var reglulega storkað um leið og nýjum og áður óþekktum hæðum var náð í grín- og gamanmálum. Tvíhöfðinn átti sér marga aðdáendur og fylgismenn sem fylgdu honum í gegnum þykkt og þunnt, m.a. er umsjónarmennirnir voru kvaddir fyrir hæstarétt fyrir eitt af tiltækjum sínum. MYNDATEXTI: Tvíhöfði - Heimsóknir smásála og vináttusambönd við fleiri Nígeríu-búa eru meðal viðfangsefna Tvíhöfða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar