Sigurður Hólm Guðmundsson

Sigurður Hólm Guðmundsson

Kaupa Í körfu

"Hver hákarl sem ég tek er um átta hundruð kíló og alveg upp í tonn að þyngd. Ég verka hann alveg frá grunni og er ekki nema nokkrar mínútur að gera að honum og skera hann niður í beitu. Ég er með góðar græjur, lyftara og fína aðstöðu til verksins. Hver hákarl skilar mér um fimm hundruð kílóum í beitu, þegar ég er búinn að skera allt frá," segir Sigurður Hólm Guðmundsson betur þekktur sem Siggi hákarl en hann býður vinum sínum og vandamönnum gómsætið á komandi þorra. MYNDATEXTI: Gómsæti - Siggi hákarl með girnilega hákarlsbeitu sem hann hefur sjálfur verkað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar