Guðrún Óskarsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Guðrún Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Óskarsdóttir mun leika á sembal á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Guðrún hefur til þessa leikið barokktónlist og nýja tónlist á tónleikum en á tónleikum í dag mun hún leika tvö ný verk og tvö eldri. Á efnisskrá Guðrúnar er m.a. verk eftir tónskáldið Henry Purcell, sem uppi var á 17. öld. Þá leikur Guðrún prelúdíur eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson tónskáld og að lokum verkið Imaginations eftir Hans-Henrik Nordström. "Hróðmar samdi prelúdíurnar 1989-1990," segir Guðrún. "Þær eru þrjár og heita Hljómar, Páskalilja og Hringur. Þær hafa aðeins einu sinni verið fluttar áður og var það Robyn Koh sem lék þær."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar