Promens kynning

Promens kynning

Kaupa Í körfu

EFTIR að Promens, dótturfyrirtæki Atorku, gekk frá yfirtöku á norska fyrirtækinu Polimoon nú milli jóla og nýárs nemur velta sameinaðs fyrirtækis 720 milljónum evra, jafngildi 65 milljarða íslenskra króna. Fyrir kaupin var velta Promens um 14 milljarðar króna. Forsvarsmenn Promens og Atorku kynntu starfsemi félagsins að yfirtökunni lokinni í gær. Á fundinum kom m.a. fram að nú rekur félagið 60 verksmiðjur í 20 löndum í þremur heimsálfum. Starfsmenn eru 5.400 talsins og fyrirtækið framleiðir 160 þúsund tonn af plastvörum árlega. MYNDATEXTI: Sameining - Promens kynnti þær breytingar sem hafa orðið á starfsemi félagsins í kjölfar yfirtöku á norska plastfyrirtækinu Polimoon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar