Patti Smith

Ragnar Axelsson

Patti Smith

Kaupa Í körfu

Goðsögnin Patti Smith er orðin Íslandsvinur hinn mesti. Hún hefur átt hér einhverjar bestu stundir lífs síns að eigin sögn og segist hvergi hafa séð fallegri náttúru en hér á landi. Ári eftir vel heppnaða tónleika á Nasa er hún komin aftur, ætlar að halda tónleika, fara á hestbak og hlaða þannig batteríin. Tónleikarnir, sem fram fara í Háskólabíói í kvöld, verða með öðru sniði en í fyrra. "Í ár ætlum við að leika órafmagnað fyrir áhorfendur. Við Lenny Kaye höfum leikið saman frá árinu 1971 og við erum mjög vön í að halda berstrípaða tónleika af þessu tagi. Flest laga minna eru samin á einn gítar og hljómborð, öll lögin á Horses eru til að mynda samin þannig, svo það er auðvelt að fara aftur til upprunans," segir Patti. MYNDATEXTI: Íslandsvinur Patti Smith segist hafa átt sínar bestu stundir í lífinu hér á landi og hlakkar til nálægðar við áhorfendur á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar