Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Kaupa Í körfu

"Þessi samningur markar tímamót og á sér langan aðdraganda. Hann leggur grunn að alveg nýjum kafla í sögu Háskólans og um leið þróun menntakerfisins á Íslandi," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er hún, ásamt Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, undirritaði í gær samning um eflingu kennslu og rannsókna við HÍ til næstu fimm ára. Til þess fær skólinn um þriggja milljarða króna viðbótarframlag á næstu fimm árum. "Hér er um að ræða beint framlag til rannsókna við skólann óháð þeim breytingum sem verða á nemendafjölda við skólann," sagði ráðherrann. MYNDATEXTI: Ánægja - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir voru glaðar í bragði við undirritun samningsins í Háskóla Íslands í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar