Vinstri grænir

Skapti Hallgrímsson

Vinstri grænir

Kaupa Í körfu

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að til þess að hægt verði að fella ríkisstjórnina í vor sé nauðsynlegt að stjórnarandstaðan bjóði upp á sjálfa sig sem trúverðugan valkost. Formaður VG sagði á fundi á Akureyri í gærkvöldi að í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri væru fylkingarnar tvær – stjórn og stjórnarandstaða - nokkuð jafnar, og spurði: "Hvers konar stjórnarandstaða er það sem við slíkar aðstæður reynir ekki að gera sig gildandi og bjóða upp á sjálfa sig í staðinn, þegar hún sér möguleikann handan við hornið, að fella sitjandi stjórn og taka við?" MYNDATEXTI: Samstilltir - Steingrímur ræðir við tvo fundarmenn í kaffihléi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar