Tríton, menn heiðraðir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tríton, menn heiðraðir

Kaupa Í körfu

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í gær samkomulag milli ráðuneyta sinna um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar. Undirritunin fór fram um borð í danska varðskipinu Triton, sem lá við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Björn Bjarnason sagði við Morgunblaðið að samstarfið væri gott og samningurinn staðfesti það enn frekar. MYNDATEXTI: Heiðranir Frá vinstri: Thorben J. Lund stýrimaður/sigmaður, Hörður Ólafsson læknir, Snorri Hagen flugmaður, Søren Gade varnarmálaráðherra, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Brekkan flugstjóri, Jón Tómas Vilhjálmsson flugvirki/spilmaður og Halldór Benóný Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, en hann tók við orðunni fyrir Auðun F. Kristinsson stýrimann/sigmann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar