Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri

Kaupa Í körfu

Líkt og hjá öðrum lögregluembættum urðu miklar breytingar á embætti ríkislögreglustjóra um áramót. Skipuritinu hefur verið umbylt, greiningardeild er að taka til starfa og miklar breytingar verða á saksókn efnahagsbrota svo það helsta sé nefnt. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að breytingarnar séu gerðar til að bregðast við nýskipan lögreglumála, breyttri heimsmynd, breyttu hlutverki embættisins og ábendingum sem fram komu í nýlegri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. MYNDATEXTIGreiningardeild "Þetta embætti hefur ekki rekið leyniþjónustu og það breytist ekki með því að greiningardeild tekur til starfa," segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Á ensku nefnist deildin "National security unit".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar