Saltfiskpitsa

Saltfiskpitsa

Kaupa Í körfu

Saltfiskpitsurnar eru hlaðnar tólf tomma pitsur með saltfiski, svörtum ólífum, lauk og tómötum og þær fara rosalega vel með sweet chili-sósu. Flest eldra fólk þekkir saltfiskinn soðinn í vatni, borðaðan með kartöflum og hömsum, en yngra fólkið vill fá saltfiskinn steiktan með súrsætum sósum eða sem pönnu- og gratínrétti. Það má því segja að með saltfiskpitsunum séum við að höfða til unga fólksins. Þetta er nútíminn," segir Guðlaug Jóhanna Carlsdóttir, sem rekur saltfiskfyrirtækið Ektafisk á Hauganesi ásamt manni sínum Elvari Reykjalín. MYNDATEXTI: Nútíma saltfiskur - Saltfiskpitsan höfðar til unga fólksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar