Rósa Árnadóttir

Morgunblaðið/Benjamín Baldursson

Rósa Árnadóttir

Kaupa Í körfu

Eitt lítið orð vantaði í texta með mynd í blaðinu á þriðjudaginn og skemmdi frásögnina; myndin var tekin við vígslu glæsilegrar sundlaugar á Hrafnagili og þar klipptu á borða Úlfar Hreiðarsson, fyrrverandi húsvörður, og Rósa Árnadóttir frá Höskuldsstöðum í Eyjafjarðarsveit, sem kennt hefur sund í áratugi. Orðið hún féll niður þannig að halda mátti að Úlfar hefði bæði verið húsvörður og kennt sund. Það skal ítrekað að Rósa hefur kennt sund í Eyjafjarðarsveit, og raunar víðar, í áratugi. Hér með er beðist innilega afsökunar á mistökunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar