Rafmagnsleysi í Bláfjöllum

Rafmagnsleysi í Bláfjöllum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ slokknaði á einu og einu ljósi í kringum okkur en svo varð allt í einu allt dimmt. Það var mjög kalt því við vorum efst uppi í lyftunni. Við vorum svolítið hræddir. Það var mjög óþægilegt að hanga þarna uppi í myrkrinu. Það voru sumir öskrandi í stólunum í kringum okkur. Þannig að einhverjir urðu mjög hræddir." Þannig lýsir Bjarki Steinn Birgisson, þrettán ára, því þegar hann og þrír vinir hans festust í stólalyftunni í Kóngsgili í Bláfjöllum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar rafmagnslaust varð á svæðinu MYNDATEXTI Unnið að viðgerð Rafmagn fór af þegar rafmagnslína slitnaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar