Myrkir músíkdagar hefjast í dag

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Myrkir músíkdagar hefjast í dag

Kaupa Í körfu

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar hefst í dag með tvennum tónleikum til heiðurs Sveinbirni Sveinbjörnssyni, en í ár eru 160 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir Sveinbjörn; þrjú einleiksverk fyrir píanó, sónata fyrir fiðlu og píanó, fjögur lýrísk verk fyrir fiðlu og píanó og tvö tríó fyrir fiðlu, selló og píanó. MYNDATEXTI OPNUNARTÓNLEIKAR Myrkra músíkdaga 2007 eru tileinkaðir Sveinbirni Sveinbjörnssyni, upphafsmanni á sviði íslenskra tónsmíða. Tónleikarnir fara fram í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit en verða síðan endurteknir í kvöld í Salnum í Kópavogi. Á myndinni má sjá hluta hljóðfæraleikaranna við æfingar í Salnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar