Leikurinn við Úkraínu ræður öllu

Leikurinn við Úkraínu ræður öllu

Kaupa Í körfu

EF íslenska landsliðið í handknattleik ætlar sér alla leið í leikina um verðlaunasætin á HM í Þýskalandi þarf það að skáka annaðhvort Evrópumeisturum Frakka eða gestgjöfunum, Þjóðverjum, og helst að vinna alla hina leikina, gegn Ástralíu, Úkraínu, Túnis, Slóveníu og Póllandi. Þannig lítur mótið út í sinni einföldustu mynd fyrir okkur Íslendinga. Möguleikarnir á góðum árangri eru vissulega fyrir hendi því þegar litið er á milliriðlana tvo er ljóst að íslenska liðið á meiri möguleika en hefðu verið fyrir hendi ef það hefði lent í hinum milliriðlinum MYNDATEXTI Skorað Snorri Steinn Guðjónsson skorar mark í vináttuleik gegn Tékkum í Laugardalshöllinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar