Árbót - meðferðarheimili og sveitabær í Aðaldal

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Árbót - meðferðarheimili og sveitabær í Aðaldal

Kaupa Í körfu

Þegar komið er í meðferðarheimilið í Árbót er fortíðin skilin eftir við hliðið; hún síast niður um rimlana og framtíðin tekur við. "Hér tölum við um það sem vel gengur og veltum engum upp úr fortíð sinni," segir Hákon. "Þegar krakkar innritast hér í meðferð er það nýtt upphaf hjá okkur." Snæfríður og Hákon önnuðust börn fyrir barnaverndarnefndir í Kópavogi og Reykjavík frá árinu 1986, en hófu rekstur meðferðarheimilis sem ríkisstofnunar árið 1992. "Þá fengum við tilboð um það frá ríkinu af því að það vantaði úrræði, einkum fyrir einn strák. Við byrjuðum með tvo stráka og krakkarnir eru tólf í dag," segir Snæfríður. MYNDATEXTI: Kennslustofa - Það er góð náms- og kennsluaðstaða fyrir krakkana að Árbót.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar