Snæfríður Njálsdóttir og Hákon Gunnarsson

Hafþór Hreiðarsson

Snæfríður Njálsdóttir og Hákon Gunnarsson

Kaupa Í körfu

"ALLT veltur á því að vera markaðstengdur en fylgja ekki gamla hugarfarinu að fjöldaframleiða fyrir SÍS, slátra á haustin og setja allt í frost," segir Hákon Gunnarsson sem rekur nautgripabú í Árbót ásamt Snæfríði Njálsdóttur konu sinni og Viðari syni sínum. Nánast öll virðisaukakeðjan er í höndum fjölskyldunnar, því synirnir Örn Logi og Gunnar Óli reka kjötvinnsluna Viðbót á Húsavík. Eftirspurnin er mikil, eins og kemur fram í máli Gunnars Óla: "Verð til bænda hefur hækkað um 160 til 180 kr. á kílóið á einu og hálfu ári og er í sögulegu hámarki. Það hefur ekki gerst í áratugi að verðhækkun á nautakjöti skili sér til bænda."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar