Unnur Birna Björnsdóttir

Skapti Hallgrímsson

Unnur Birna Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

"ÉG þverneitaði að þurfa að læra nótur og byrjaði hjá kennara sem leyfði mér að spila eftir eyranu. Kennarinn spilaði fyrir mig og ég lærði allt þannig," segir Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari á Akureyri, en hún þykir mikið efni í afbragðs djassfiðlara með sterka taug í sígaunadjassinn í anda Stephanes Grappellis. Unnur Birna fæddist í fjölskyldu tónlistarfólks og var því alla tíð umvafin tónlist. Hún elskaði djass og hlustaði mikið á hann, æfði sig og æfði og spilaði og spilaði. "Ég man þegar ég gerði fyrsta sólóið mitt – það var í Sweet Georgia Brown. Það var fyndin tilfinning sem kom yfir mig. Það opnuðust dyr og ég fann að ég gat gert þetta. Sko, maður á bara að spila – skilurðu. Engar hömlur. Maður á að spila það sem manni dettur í hug." MYNDATEXTI: Sígaunastelpa - Unnur Birna Björnsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar