Reykjanesbraut

Ragnar Axelsson

Reykjanesbraut

Kaupa Í körfu

Tilboð opnuð í gær í seinni hluta tvöföldunar Reykjanesbrautar LÆGSTA tilboð sem barst í útboði Vegagerðarinnar í seinni hluta tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar reyndist 385 milljónum kr. lægra en Vegagerðin hafði áætlað. Jarðvélar ehf. bjóðast til að vinna verkið fyrir 1175 milljónir en áætlaður verktakakostnaður var 1560 milljónir. Starfsmenn Vegagerðarinnar fara nú yfir tilboðin og ganga til samninga við lægstbjóðendur. Vonast er til að framkvæmdir hefjist fyrir áramót en þeim á að ljúka í síðasta lagi í júní 2008. Þá verður Reykjanesbraut, frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar og í Reykjanesbæ, með tveimur tvíbreiðum akreinum og öll megingatnamót mislæg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar