Gæsir og endur á Tjörninni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gæsir og endur á Tjörninni

Kaupa Í körfu

FÁIR ungar Tjarnarfugla komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu ungum sínum upp affallalítið. Líklegar ástæður fyrir þessu eru taldar fæðuskortur í Tjörninni og sjónum og ásókn sílamáva. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, segir að strax verið gripið til aðgerða til að snúa þróuninni við. Umhverfisráð hefur samþykkt aðgerðir til að bæta stöðuna. Um málið er fjallað á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. MYNDATEXTI: Yfirgangur - Sílamávurinn virðist hafa yfirhöndina á Tjörninni og ungar annarra fugla láta í minni pokann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar