Fundur eldri borgara vegna framboðs til Alþingis

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fundur eldri borgara vegna framboðs til Alþingis

Kaupa Í körfu

HUGSANLEGT er að tveir flokkar aldraðra og öryrkja bjóði fram í alþingiskosningum í vor. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að hóparnir taki höndum saman og vinni að einu framboði þar sem málefni aldraðra og öryrkja, sem og annarra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, verði sett á oddinn. Í gær boðuðu nýstofnuð Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja til fundar og segir Arndís H. Björnsdóttir, sem er formaður stjórnar samtakanna, þau stefna að stórbættum hag eldri borgara og öryrkja á Íslandi. MYNDATEXTI: Ætla í framboð - Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja hafa verið stofnuð og hyggjast þau bjóða fram til þings.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar