Pólverjar í byggingarvinnu

Brynjar Gauti

Pólverjar í byggingarvinnu

Kaupa Í körfu

Þeir komu til Íslands í leit að ævintýrum og atvinnu. Þeir eru liðsmenn í atvinnuher sem jafnan gengur undir nafninu "erlent vinnuafl" í opinberum íslenskum skýrslum, ræðuhöldum og fjölmiðlum. Þeir eru, eins og Spaugstofumenn segja, fólkið á bak við tjöldin. Pólverjarnir Marcin Makarwicz, Dominik Chmieleski og Tomasz Kvdla, sem allir starfa hjá Ístaki hlæja bara þegar spurt er: "Finnst ykkur ekki kalt á Íslandi?" Þeir eru orðnir veðravanir enda unnið á landinu í 1- 1½ ár. "Það er gott að vinna á Íslandi, stundum svolítið vindasamt en allur umbúnaður og verkfæri eru fyrsta flokks, ólíkt því sem oftast er í Póllandi. Ef verkfæri bilar eða brotnar á Íslandi þá er yfirleitt bara keypt nýtt - ekkert mál MYNDATEXTI: Náttúruunnandi - Marcin á vart orð til þess að lýsa hrifningu sinni á jarðfræði Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar