Hæstiréttur - Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli

Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur - Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli

Kaupa Í körfu

HÆSTIRÉTTUR Íslands sýknaði í gær fjóra sakborninga í Baugsmálinu svonefnda af öllum sex ákæruliðum sem stóðu eftir af upphaflegri ákæru í málinu. Staðfesti Hæstiréttur þannig niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. mars 2006, en dómi héraðsdóms var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins til Hæstaréttar hinn 22. sama mánaðar. Í málinu voru systkinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesbörn ákærð og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. MYNDATEXTI: Lögmenn fagna - Hæstiréttur sýknaði í gær fjóra sakborninga í Baugsmálinu svonefnda, af sex ákæruliðum sem stóðu eftir af upphaflegri ákæru í málinu. Staðfesti dómurinn þannig niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmennirnir Gestur Jónsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Jakob Möller voru ánægð með dóm Hæstaréttar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar