ÍR mót í frjálsum

ÍR mót í frjálsum

Kaupa Í körfu

ÍR verður 100 ára á þessu ári og á að baki glæsilega íþróttasögu. ÍR var fyrsta félagið til að hefja frjálsíþróttaæfingar hér á landi og útvega sér kastáhöld og stöng fyrir stangarstökksæfingar og gerði þar með félagið að forystufélagi um frjálsíþróttir. Einnig voru ÍR-ingar fyrstir til að halda frjálsíþróttamót hér á landi. Þegar ÍR hóf æfingar á Landakotstúninu vorið 1907 mun fæstum hafa dottið í hug að það félag myndi geta þjálfað liðsmenn sína í frjálsíþróttum svo að þeir vektu á sér heimsathygli, eins og þeir áttu seinna eftir að gera, en ÍR var fyrst félaga til að senda keppanda á Ólympíuleika árið 1912. MYNDATEXTIFrjálsar Um síðustu helgi var haldið frjálsíþróttamót sem var tileinkað 100 afmælinu og hittum við fjöldann af efnilegum frjálsíþróttakrökkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar