Austurafrétt

Árni Torfason

Austurafrétt

Kaupa Í körfu

SÆLUTÍMA kindanna þegar þær geta verið frjálsar á fjalli er að ljúka þetta sumarið. Komið er að göngum og réttum og raunar eru fyrstu réttir afstaðnar í einstaka sveitum. Um næstu helgi verður réttað á nokkrum stöðum, að því er fram kemur í réttalistanum sem Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur tekið saman. Þannig verður réttað í Ljárskógarétt í Laxárdal í Dalabyggð á laugardag og í Illugastaðarétt í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og Tungurétt í Svarfaðardal í Eyjafirði á sunnudag. MYNDATEXTI: Runnið í réttina - Mývetningar réttuðu í Reykjahlíð um síðustu helgi. Þangað komu gangnamenn úr öllum áttum og sameinuðu fjárhópana í réttinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar