Kaplakriki 2-4 ára börn í leikfimi

Kaplakriki 2-4 ára börn í leikfimi

Kaupa Í körfu

Það er mikið líf og fjör í Kaplakrikanum í Hafnarfirði alla laugardagsmorgna því þá skoppa þar um fjölmargar litlar tásur og eigendur þeirra skríkja af kæti. Vítt er til veggja og nóg pláss er til að hlaupa um og leika sér enda hafa litlu grislingarnir tvo handboltavelli í fullri stærð til umráða. Nærri lætur að um eitt hundrað börn á aldrinum tveggja til sex ára sæki laugardagshreyfinguna hjá Kristni Guðlaugssyni íþróttafræðingi, sem hefur varið ófáum laugardagsmorgnum í þetta starf sitt og áhugamál á umliðnum sextán árum. Starfsemin er rekin undir heitinu Íþróttaskóli barnanna. MYNDATEXTI: Öllu tjaldað til - Heimurinn fær óneitanlega á sig annan svip og lit undir svo stórum tjalddúki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar