Kerti sem ljósastaurar við Tjörnina

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kerti sem ljósastaurar við Tjörnina

Kaupa Í körfu

SKREYTINGAR á ljósastaurum við Tjörnina í Reykjavík hafa vakið þó nokkra athygli, en segja má að um sé að ræða risavaxin kerti. Kertin hafa logað frá því fyrir jól og verða tekin niður á næstu dögum. Heiðurinn af þessum sérstæðu skreytingum á listahópurinn Norðan Bál, en hann hefur í nokkur ár haft veg og vanda af skreytingum í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hafa m.a. túlípanar, sem settir hafa verið á ljósastaura í miðborginni, vakið eftirtekt. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem listaverk frá hópnum er sett upp um jól í borginni. MYNDATEXTI: Kertaljós - Ljósastaurarnir við Reykjavíkurtjörn fengu andlitslyftingu um jólin og voru gerðir að risakertum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar