Hagþenki - Bækur

Sverrir Vilhelmsson

Hagþenki - Bækur

Kaupa Í körfu

HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, kynnti í gær lista yfir þau tíu fræðirit sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2006. Ritin tíu og höfundar þeirra eru: Andri Snær Magnason: Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Björn Hróarsson: Íslenskir hellar. Guðni Th. Jóhannesson: Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í Kalda stríðinu á Íslandi. Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskir fiskar. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson: Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson: Íslenska I. Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla. MYNDATEXTI: Hagþenkir Höfundar eða fulltrúar höfunda þeirra tíu fræðirita og kennslubóka sem tilnefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2006 ásamt Viðurkenningarráði Hagþenkis í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar