Klakastífla í Hvítá og Stóru Laxá

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Klakastífla í Hvítá og Stóru Laxá

Kaupa Í körfu

"ÞESSI læti núna fara verr í okkur en desemberflóðið," segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, þegar hann er spurður að því hvort miklir ísruðningar, eins og urðu í Stóru-Laxá í Hreppum í vikunni, skaði lífslíkur hrogna og seiða í ánum. Stóra-Laxá færðist vegna klakastíflna nærri bænum Hrepphólum, að nokkru leyti úr kvíslunum sem hún rennur þar alla jafna í, meðal annars við rómaða veiðistaði á borð við Bergsnös og Gvendardrátt. Þar í kring eru mikilvæg hrygningarsvæði laxins. MYNDATEXTI: Ísstífla - Ísruðningur hefur hlaðist upp við farveg Stóru-Laxár við bæinn Hrepphóla, fyrir ofan veiðistaðinn Gvendardrátt. Þarna eru mikilvæg hrygningarsvæði laxins í ánni og hugsanlegt, að þau hafi skaddast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar