Auður Andrea Skúladóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Auður Andrea Skúladóttir

Kaupa Í körfu

"Ég hef verið að teikna, mála og leira frá því ég var pínulítil og mig langar voðalega mikið að fara á listabraut Iðnskólans í Hafnarfirði því mér finnst svo gaman að vinna með höndunum," segir Auður Andrea Skúladóttir, sem opnaði síðastliðinn laugardag sína fyrstu einkamyndlistarsýningu í veitingastaðnum Geysi. Auður er í Félagi einstakra barna og hefur þurft að gangast undir fjölmargar aðgerðir allt frá fæðingu, en hún er nú nýorðin sextán ára og er í 10. bekk Borgaskóla auk þess sem hún hefur verið í málmsmíði í Borgarholtsskóla og leirhönnun í Engjaskóla. MYNDATEXI: Listakona - Auður Andrea Skúladóttir er að halda sína fyrstu einkasýningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar