Alcoa Fjarðaál og Eimskip staðfesta samning

Alcoa Fjarðaál og Eimskip staðfesta samning

Kaupa Í körfu

Við erum að tífalda umsvif okkar á Austurlandi í skipaafgreiðslu og -þjónustu," sagði Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, í gær þegar hann og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, staðfestu einn stærsta skipaafgreiðslusamning sem gerður hefur verið hér á landi. Eimskip tekur að sér að sjá um alla flutningastarfsemi, þjónustu og uppbyggingu henni tengda í stóriðjuhöfn Alcoa Fjarðaáls, Mjóeyrarhöfn, og á athafnasvæði álversins í Reyðarfirði. MYNDATEXTI: Samhugur - Baldur Örn Guðnason og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddu óþrjótandi möguleikana í stinningskulda á hafnarbakkanum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar