Verk eftir Bjarna Þór Kristjánsson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Verk eftir Bjarna Þór Kristjánsson

Kaupa Í körfu

Smíðisgripir úr tré og tálgaðir húsmunir teljast til fyrstu híbýlaprýði Íslendinga. Bjarni Þór Kristjánsson heldur þessu gamla listformi enn á lofti. "Ég hef fengist við þetta í rösklega 30 ár. Þetta er það listform sem hvað lengst hefur lifað með þjóðinni," segir Bjarni Þór. En hvað er hann að búa til um þessar mundir? "Ég sker aðallega út fígúrur, dýr og fugla. Þetta eru styttur, smáar og stórar. Ég sker þær út í höndunum, annað hvort með hníf eða útskurðarjárni, og oft mála ég þær." MYNDATEXTI: Hjú - Sildarspekúlant og bóndakona úr linditré.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar