Ársfundur Ráðgjafastofu um fjármál heimila.

Jim Smart

Ársfundur Ráðgjafastofu um fjármál heimila.

Kaupa Í körfu

Yngra fólk leitar í auknum mæli til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna (RFH) og eru dæmi um að fólk á þrítugsaldri skuldi marga tugi milljóna, að því er fram kemur í ársskýrslu RFH, en ársfundur stofunnar fór fram á Grand hóteli í gær. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður RFH, segir að heimsóknir árið 2005 hafi verið færri en árið áður og telur hún innkomu bankanna á íbúðalánamarkað vera skýringuna á því, fólk fái nú í auknum mæli aðstoð og ráðgjöf hjá bönkunum. Þetta svigrúm hafi gert RFH kleift að sinna fræðslu meira en áður og er nú farið allt niður í grunnskóla. MYNDATEXTI Ásta S. Helgadóttir, Ingi Valur Jóhannsson, Jón Kristjánsson og Edda Rós Karlsdóttir fluttu erindi á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar