Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði

Sverrir Vilhelmsson

Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði

Kaupa Í körfu

MIKILL meirihluti brottfluttra Ísfirðinga telur að aðrir þættir en kvótakerfið hafi átt mestan þátt í brottflutningi þeirra. Þeir nefna skort á atvinnutækifærum, skort á möguleikum í framhaldsmenntun, betri möguleika á tekjuöflun og umhverfi og veðurfar. Þetta eru niðurstöður BA-ritgerðar Annasar Sigmundssonar í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði, þáttur kvótakerfisins í byggðaröskun. Ritgerðin byggist á spurningalista, sem sendur var 1.000 brottfluttum Ísfirðingum á árunum 1990 til 2004. MYNDATEXTI: Fundir - Annas Sigmundsson, lengst til hægri, kynnir niðurstöður sínar. Við borðið sitja þingmennirnir Sigurjón Þórðarson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson. Fundarstjóri var Örn Arnarson stjórnmálafræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar