Umferðarslys í Ártúnsbrekku

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umferðarslys í Ártúnsbrekku

Kaupa Í körfu

ÁRTÚNSBREKKU var lokað um kl. 14 í gær vegna umferðaróhapps. Tafðist umferð til vesturs í um 40 mínútur af þeim sökum. Nissan-pallbíll á vesturleið var með bílaflutningakerru í eftirdragi og á henni var Cherokee-jeppi. Ultu bæði dráttarbíllinn og kerran og jeppinn af kerrunni og lokuðu götunni. Að sögn lögreglu voru orsakir óhappsins ekki ljósar síðdegis í gær. Farþegi í dráttarbílnum var fluttur á slysadeild til skoðunar en ökumann sakaði ekki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom með dælubíl til að hreinsa vettvanginn, því eldsneyti rann frá bílunum sem ultu. MYNDATEXTI: Velta - Umferð um Ártúnsbrekku til vesturs stöðvaðist í 40 mínútur vegna umferðaróhappsins í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar