Vinafélag ABC-barnahjálpar

Vinafélag ABC-barnahjálpar

Kaupa Í körfu

"VINAFÉLAGIÐ breytir öllum forsendum við starfið," segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC-barnahjálpar, um stofnun Vinafélags ABC-barnahjálpar. Félagið var stofnað í gær og er hugsað sem stuðningsfélag við rekstur og útrás ABC-barnahjálpar. Íslenska hjálparstarfið ABC-barnahjálp hefur verið starfrækt frá 1988. Guðrún Margrét Pálsdóttir er einn af stofnfélögunum og hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir félagið frá byrjun, en hún var lengst af framkvæmdastjóri. MYNDATEXTI: Hugsjónakonur - Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC-barnahjálpar, og Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona í Vinafélagi ABC-barnahjálpar, við stofnun félagsins í gær, en fjölmargir voru á stofnfundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar