Skýrsla um kalda stríðið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skýrsla um kalda stríðið

Kaupa Í körfu

NEFND, sem skipuð var samkvæmt ályktun Alþingis til að fjalla um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945-1991 leggur til að stofnað verði sérstakt öryggismálasafn sem heyri undir Þjóðskjalasafn Íslands, sem varðveiti öll skjöl og skráðar heimildir úr kalda stríðinu. Jafnframt leggur nefndin til að fræðimenn fái frjálsan aðgang að gögnunum með því skilyrði að þeir skuldbindi sig til að skýra ekki frá eða miðla persónugreinanlegum upplýsingum um lifandi einstaklinga nema sá sem í hlut eigi veiti samþykki. Þetta bann fellur niður þegar liðin eru 80 ár frá því gögn urðu til. Þá fái þeir, sem minnst er á í gögnunum, ótakmarkaðan aðgang að því sem sagt er um þá sjálfa. Verði tillagan að lögum megi gera ráð fyrir að almenningur fái ótakmarkaðan aðgang að 95% þeirra gagna sem til eru um öryggismál á tímabilinu 1949-1968. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem boðað var til í Alþingishúsinu í gær. Þar kynntu Páll Hreinsson, stjórnarformaður Persónuverndar, lagaprófessor og formaður nefndarinnar, og Anna Agnarsdóttir, forseti Sögufélagsins, skýrslu nefndarinnar sem jafnframt geymir drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. MYNDATEXTI Niðurstaða Fulltrúar kaldastríðsnefndar, þau Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur og Páll Hreinsson prófessor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar