Innlit

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Innlit

Kaupa Í körfu

Áður fyrr var húsið mikið partíhús og til eru ótal sögur af því sem fæstar er hægt að hafa eftir. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Kristján og Sigga sem búa núna í miklum rólegheitum í þessu sama húsi sem byggt var 1907. Ég ætlaði mér að eignast gamalt, fallegt hús áður en ég yrði þrítugur og mér tókst að standa við það. Við Siggi festum kaup á þessu húsi fyrir einu og hálfu ári og ég varð þrítugur í fyrra. Hér hefur okkur liðið rosalega vel en nú höfum við sett það á sölu vegna þess að okkur langar til að njóta lífsins. Við ætlum að minnka við okkur og nota gróðann til að ferðast og njóta augnabliksins. Við sjáum auðvitað svolítið eftir húsinu, þetta er draumahúsið okkar, en það er svo margt annað í lífinu sem skiptir meira máli en hús," segir Kristján Hannesson sem býr ásamt sambýlismanni sínum, Sigurði Eysteinssyni, og tíkinni Úmu Kristjánsen Sigurðardóttur í hundrað ára gömlu bárujárnshúsi vestur í bæ. MYNDATEXTI Upprunalegar gólffjalir Eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð og góð lofthæð gefur tilfinningu fyrir rými.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar