Garðar Guðjónsson

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Garðar Guðjónsson

Kaupa Í körfu

Garðar H. Guðjónsson fæddist á Akranesi 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1983 og námi frá Blaðamannaháskólanum í Ósló 1989. Garðar var blaðamaður á Þjóðviljanum og síðar ritstjóri Neytendablaðsins og Skagablaðsins. Hann var upplýsinga- og kynningarfulltrúi Neytendasamtakanna og síðar Rauða kross Íslands. Undanfarin ár hefur Garðar verið sjálfstæður kynningarráðgjafi. Garðar er kvæntur Kristínu Hallbjörnsdóttur þjónusturáðgjafa og eiga þau eina dóttur. Á sunnudag höldum við í þriðja sinn 112-daginn, sem ber upp á 11/2 ár hvert," segir Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri. "Dagskráin hefst strax 9. febrúar með opnun ljósmyndasýningarinnar Útkall 2006 í Kringlunni. Þar verður til sýnis úrval ljósmynda af viðbragðsaðilum að störfum á liðnu ári, en Neyðarlínan 1-1-2 boðar slökkvilið, lögreglu, björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila í neyðartilvikum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar