Sigríður Þorgeirsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigríður Þorgeirsdóttir

Kaupa Í körfu

Það er ekki sjálfgefið að náttúruvernd og ættjarðarhyggja fari saman. Þetta tvennt getur farið saman, en gerir það ekki alltaf, að áliti dr. Sigríðar Þorgeirsdóttur dósents í heimspeki við Háskóla Íslands en hún hefur tekið virkan þátt í baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun. "Helstu rök eru þau að maður getur barist fyrir náttúruvernd í öðrum löndum en manns eigin og maður þarf ekki að vera patríót til þess að vernda náttúruna í eigin landi. Maður getur verið náttúruverndari og andsnúinn ættjarðarhyggju," segir Sigríður. MYNDATEXTI: Lærdómsrík - "Umhverfisvernd er lærdómsrík vegna þess að hún kennir manni að hugsa hnattrænt," segir dr. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar