Víðir EA 910

Þorgeir Baldursson

Víðir EA 910

Kaupa Í körfu

TVEIR frystitogarar komu inn til Akureyrar á föstudag með um 600 tonn af frystum fiskafurðum. Verðmæti þeirra er ríflega 300 milljónir króna og afli upp úr sjó nálægt 1.200 tonnum. Annar togarinn var Víðir EA. Aflaverðmæti hans var 160 milljónir króna og er það mesta aflaverðmæti í sögu skipsins. Aflinn er að mestu þorskur en einnig ýsa, ufsi og karfi, samtals tæplega 320 tonn af frystum fiski eða um 700 tonn upp úr sjó. Skipstjóri í veiðiferðinni var Hjörtur Valsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar